Heilög Lúsía og fylgdarlið vöktu lukku

Lúsíudagurinn er alltaf haldin hátíðlega í Árskóla, undanfarin ár hefur 7. bekkur haldið lúsíuna en í ár hefur 6. bekkur bæst í hópinn. Þar sem í framtíðinni á 6. bekkur að taka við lúsíusprotanum.
Lúsíudagurinn var haldinn 10. Desember en sjálfur Lúsíudagurinn er þann 13. Desember.

 

Sögurnar um heilaga Lúsíu eru þekktar allt frá 5. öld og hún var í miklum metum í kirkjunni. Til marks um það þá er hún ein fárra kvenna sem nefndar eru í dýrlingatali kirkjunnar þegar á 7. öld. Messudagur hennar er 13. desember – á myrkasta tíma ársins. Dagurinn er haldinn sem ljósahátíð, sérstaklega í Svíþjóð og í seinni tíð víðar á Norðurlöndum. Tengingin við ljósið er vegna nafns hennar sem dregið er af latneska orðinu Lux, sem merkir ljós.

Samkvæmt hefðinni gengur Lúsía fremst, klædd hvítum kyrtli og ber krans með logandi kertum á höfði. Það er meyjarkransinn, sem minnir á að heilög Lúsía gaf líf sitt Guði sem brúður Krists. Hún vildi frekar deyja en að rjúfa það heit.  Lúsíurnar voru tvær í ár, önnur úr 6. og hin úr 7. bekk. Þær ásamt þernum þeirra, stjörnudrengjum, piparkökustrákum og jólasveinum ferðuðust um bæinn og sungu jólasöngva fyrir gesti og gangandi. Umsjónarkennarar bekkjanna, ásamt þeim Írisi Baldvinsdóttur og Rögnvaldi Valbergssyni, höfðu veg og vanda af Lúsíudeginum. Krakkarnir æfðu stíft í margar vikur fyrir stóru stundina. Um morguninn heimsóttu lúsíurnar nemendur í Árskóla við Freyjugötu, en eftir hádegi heimsóttu þau Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, Byggðastofnun, Skagfirðingabúð  og enduðu daginn í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki.   

Betra er autt rúm…….

Axel Kárason

Axel Kárason er einn af okkur mönnum í meistaraflokk Tindasatóls í Körfubolta. Axel er sonur Kára umsjónarkennara hjá 8. bekk og Skagfirðingur í húð og hár. Fjölmiðlaval Árskóla tók Axel í netta yfirheyrslu.

1.    

1.

1. Hver er maðurinn?Svar: Ég er sonur Kára Maríssonar og Katrínar heitinar Axelsdóttur. Fæddur hér á Króknum árið 1983 og uppalinn um nánast allan fjörð, fyrst að Sólheimum í Blönduhlíð síðar í Varmahlíð og loks hér á Sauðárkróki.2.     Við hvað starfar þú?Svar: Ég er starfsmaður hjá Höfuð-verk ehf. og námsmaður hjá dýrlæknaskólanum í Búdapest.Af hverju ákvaðst þú að verða dýralæknir? Svar: Ég er alinn upp á sveitabæ og hef alltaf  langað til að verða bóndi. Þegar við fluttum þá langaði mig alltaf að vinna í kringum landbúnað og dýralæknirinn heillaði mig mest.3.     Hvað kom til að þú ákvaðst að vera hér í vetur?Svar: Í fyrra var ég að læra út í Búdapest og reyndi að taka tvö fyrstu árin í einu og náði því að stærstu leiti nema á eftir að taka lokapróf 2. árs. Þannig að í vetur er bara að taka þessi próf þannig það skiptir engu máli hvar í heiminum ég er.4.     Hvernig finnst þér nýji þjálfarinn?Svar: Ég er mjög ánægður með hann. Ég þekki hann nú frá fornu fari en aldrei spilað undir hans stjórn en hann fer vel af stað. Hann hefur þann kost að tapa aldrei gleðinni5.     Heldur þú að Daanish eigi eftir að hjálpa í leik Tindastóls?Svar: Já, það er ekki spurning hann hefur margt sem við höfum ekki. Hann getur hoppað, er sterkur en það er alltaf erfitt að segja til um þegar svona stutt er liðið síðan hann kom.6.     Nú var Tindastóll að keppa leik við Breiðablik, hvernig fannst þér leikurinn ganga? Svar: Vörnin var mjög góð sérstaklega þegar við byrjuðum að taka sóknarfráköstin. Við náðum að stoppa þá í þeim enda sást það á stigaskorinu. Miðað við vörnina og hvernig Breiðablik spilaði þá hefði maður viljað sjá fleiri stig á töflunni.7.     Þú ert að þjálfa unglingaflokk drengja hvernig finnst þér þeim ganga í upphafið tímabils?Svar: Kannski byrjuðum ekki nógu vel, held kannski að ástæðan að lið úti á landi að taka æfingaleiki og það sást á fyrstu leikjunum að liðinn fyrir sunnan voru ekki að spila sína fyrstu leiki en meðan strákarnir taka framförum í hverjum leik, þá er ég ánægður.8.     Nú spilar þú alltaf í fótbolta sokkum, af hverju?Svar: Reyndar eru þetta ekki fótboltasokkar heldur háir körfuboltasokkar. Haustið 2002 þá gaf systir mín mér svona eitt par af háum sokkum og ég prófaði að spila í þeim og hef haldið því sem hjátrú.9.     Hefur þú einhverja aðra hjátrú eða hvernig undir býrðu þig undir leik?Svar:  Með hjátrú þá reynir maður að gera það sama og maður gerði fyrir síðasta sigurleik en varðandi undirbúning þá passa ég mig alltaf að borða nóg fyrir hvern leik.10.           Ertu á lausu? Svar: Já, það verður að viðurkennast. Ég bý hjá pabba, konunni hans og tveimur hundum. Þið vitið það kannski báðir að betra er autt rúm en illa skipað.11.            Af hverju ertu þá að leita ? Svar: Ég veit það þegar ég finn það. Arnar Geir, Dagur Bjarki og Helga

Vel heppnað dansmaraþon 10.bekkjar

dansmaraþonÍ síðustu viku fór fram vel heppnað dansmaraþon 10. Bekkjar Árskóla. Dansað var frá 10 að morgni 29. október og til 12 að hádegi þann 30. okt.  Dansað var af mikilli gleði og vöktu þeir allra hörðustu allan tímann. Nemendur 10.bekkja mættu í skólann á venjulegum tíma, en ekki var byrjað maraþonið fyrr en kl. 10. Dansað var í 26 tíma og var hópnum skipt í þrennt þannig að  einn hópur var í hvíld í einu. Dansaðir voru bæði gamlir og nýir dansar og allir skemmtu sér vel.  Byrjað var að dansa í Árskóla en um kvöldið var fjörið fært uppí Íþróttahús og fólk gat komið, fengið sér kvöldmat sem var í boði og dansað með eða bara horft á.  Um tíuleitið var maraþonið svo fært aftur niður í Árskóla. Um nóttina voru margir orðnir þreyttir en ætluðu sér allir að vaka allan tíman.  Á föstudagsmorgun komu svo krakkar í 1-3 bekk og dansaðir voru barnadansar við þá krakka. Í lokin söfnuðust krakkar úr öllum skólanum og töldu niður með 10 bekk þegar maraþoninu var að ljúka.Mín skoðun er sú að dansmaraþonið sé eitthvað sem alls ekki eigi að taka úr skólastarfinu og eitthvað sem allir ættu að fá að upplifa. Ég veit að nemendur í skólanum hafa hlakkað til dansmaraþonsins frá því í 1.bekk. Særós Gunnlaugsdóttir.

Maritafræðsla-Tékklisti fyrir foreldra

 

Mánudaginn 9.nóv og Miðvikudaginn 11.nóv verður hin árlega maritafræðsla fyrir 7.,9.,10.bekk. Maritafræðsla er fræðsla fyrir unglinga um fíkniefni.

 

Í næstu viku verður hin árlega maritafræðsla í Árskóla. Þar kemur Magnús Stefánsson trymbill sem fræðir okkur um fíkniefni og afleiðingar þeirra.

 

Á heimasíðu Samhjálpar er hægt að finna tékklista fyrir foreldra sem gruna að börnin þeirra noti fíkniefni , Hérna kemur hann.

  • l Breytingar á vinahópnum, nýjir vinir, ósýnilegir vinir.
  • l Neikvæðar breytingar í skóla, skrópar eða fallandi einkunnir.
  • l Meiri leynd yfir því hvað viðkomandi er að gera eða hvað hann / hún er með.
  • l Notkun á ilmefnum t.d. reykelsi til að fela reyk eða lykt af efnum.
  • l Yfirbragð á samtölum við vini breytist þ.e. meiri leynd og notkun á "dulmáli".
  • l Breytingar á smekk fyrir fötum: nýr áhugi á fötum sem t.d. eru með myndum af Cannabis plöntunni
  • l Fær oftar lánaða peninga.
  • l Hlutir tengdir neyslu finnast: Pípur, brenndur álpappír, pappír til að rúlla sígarettur osfv.
  • l Einnig hlutir tengdir sniffi s.s. hárlakk, leiðréttingavökvi, þynnir, terpentína og fl. Tuskur, plast- og pappírspokar eru stundum notaðir sem hjálpartæki.
  • l Glös undan augndropum sem notaðir eru til að laga blóðhlaupin augu, aukin notkun á linsum t.d. tískulinsum.
  • l Byrjað að nota munnskol og mintur til að fela lykt af áfengi.

Lyfseðilskyld lyf hverfa úr meðalaskápnum  s.s. 

 

Halldór Arnarsson


Allt um svínaflensu

magga hjúkka 

Við tókum viðtal við Margréti Aðalsteinsdóttur skólahjúkrunarfræðing. Viðtalið snerist um svínaflensu, einkenni hennar og smit.

 1.   Hver eru einkenni svínaflensu ? Svar: Hósti , hnerri , hálssærindi , hiti og svona beinverkir,  höfuðverkur og stöku sinnum uppköst og niðurgangur. Einkenni koma yfirleitt fram 2-3 dögum eftir smit

2.   Hvað er svínaflensa?

        Svar: Svínaflensa er orsökuð af veiru A(H1N1) og er upprunnin í svínum og hefur borist þaðan í menn.

 3.   Hvernig er hægt að varast smit?

Svar: Þar sem veiran berst milli manna með dropum og úða úr öndunarvegi þá er fyrst og fremst hægt að varast smit með góðum handþvott , nota bréfaþurrkur , hósta og hnerra í bréfaþurrkur og forðast nálægð við þá sem eru með svínaflensu.

 4.   Hvernig á einstaklingur með svínaflensu að haga sér?

 Svar:Hann á fyrst og fremst að halda sig heima í 7 daga , drekka nægilega vel og hvíla sig og hann getur notað hitalækkandi lyf. Ef einstaklingur er alvarlega veikur þarf hann að leita til heilsugæslu. Einstaklingur með flensu smitar mest fyrstu dagana.

 5.   Hvað tekur langan tíma að jafna sig á svínaflensu?

 Svar: Fólki er ráðlagt að halda sig heima í 7 daga. Ástæðan er þó að einstaklingur sé búinn að jafna sig getur hann ennþá smitað.

 6.   Á að hafa samband við lækni ef einstakling grunar að hann er með svínaflensu?

Svar: Það er ekki nauðsynlegt ef einkenni eru ekki alvarleg og ef maður er ekki með undirliggjandi sjúkdóm.

 7.   Hvernig á að haga sér þegar maður fer að fara út aftur, þarf að klæða sig sérstaklega eða eitthvað því líkt?

Svar: Allavega fara vel með þig , þú þarft að klæða þig eftir aðstæðum t.d. ekki vera með blautt hár útí frosti, nota húfu og vettlinga í kuldanum og síðan bara hreyfa þig eins og þú treystir þér til.

 8.   Hafa nemendur í Árskóla fengið svínaflensu?

Svar: Já, en fleiri eiga eftir fá svínaflensu.

Halldór Arnarsson & Arnar Geir Hjartarson

Tindastóll upp um riðil !

tindastóll 

Síðasta laugardag, 17 október, fór 9. flokkur karla á körfuboltamót á Hvammstanga. Þar voru fjögur lið. Liðin voru Kormákur(sem eru heimamenn),Fjölnir,Grindavík og okkar heimamenn frá Sauðárkróki Tindastóll. Á mótinu var mikið barist um að komast upp um riðil. Tindastóll vann alla sína leiki, þó það hafi verið tæpt í úrslitaleiknum á móti Grindavík, þá unnu okkar menn mótið. Tindastóll mun því spila í C-riðli að mánuði liðnum. Dagur Bjarki Sigurðsson.

Það er alltaf einhver í græna sófanum

óskar   

Við í fjölmiðlun ætlum framvegis að taka viðtal við Óskar skólastjóra einu sinni í mánuði um það sem er efst á baugi í skólalífinu. Hvað hefur helst verið á dagskrá þann mánuðinn og hvað er framundan í þeim næsta. Við fengum Óskar til að koma og spjalla við okkur um dagskrá október og nóvember mánaðar.

 

1. Hvað er búið að vera að gerast í skólanum í október ?

Kynningarfundir fyrir foreldra og þeim er nú lokið og tókust þeir mjög vel. Undirbúningur er á fullu fyrir dansmaraþon 10. bekkjar.

 

2. Og hvernig voru foreldrafundirnir sóttir ?

Almennt voru þeir vel sóttir. Foreldrar 1,4 og 8 bekk voru á þriggja tíma fræðslufundum, en aðrir fundir voru á morgnana.

 

3. Hvernig er undirbúningurinn fyrir maraþonið ?

Gríðarlega mikill undirbúningur. Verið er að skipuleggja dagskrá fyrir 26 tíma. Krakkarnir eru að safna áheitum, auglýsingum á maraþonbolina, auglýsingasöfnunin hefur gengið svo vel að það sést varla liturinn á bolunum. Þau eru einnig að skipuleggja dansinn, matarsölu og foreldravaktir.

 

4. Hvað er framundan í skólanum ?

Eftir að maraþoninu lýkur þá erum við með foreldradag og leiðsagnarmat, og síðan er undirbúningur fyrir þemaviku sem er í lok nóvember.

 

5. Þemavikan, hvert verður þemað í ár ?

Það er ekki ákveðið, ef að nemendur hafa góðar hugmyndir þá endilega að koma þeim til kennarana sinna.

 

6. Hvað verða margir dagar lagðir undir þemavinnu ?

Á bilinu 3 - 5 dagar, það fer eftir efninu og svo er endað á friðargöngunni.

 

7. Af hverju var árshátíðin hjá 8. og 9. bekk færð til ?

Vegna þess að það var svo mikið álag í mars og apríl útaf árshátíðum hjá öðrum bekkjum og einnig vegna þess að þetta eru orðnar svo veglegar árshátíðir að það er betra fyrir alla að þeim sé dreift á skólaárið.

 

8. Hvað fara margir að meðaltali í græna sófann á viku ?

Það er alltaf einhver í græna sófanum af einhverjum ástæðum.

 

Helga Þórsdóttir og Særós Gunnlaugsdóttir


Skólatískan

Tíska kallast vinsældarbylgja í menningu, hvort sem hún er innan fatnaðar, tónlistar, byggingalistar eða útlits. Hinar ólíku tegundir tvinnast gjarnan saman.

Á göngum Árskóla má sjá fjölbreytta tísku en við tókum saman það sem við teljum vera topp 10 listann í unglingatísku Árskóla.

Reebok skór, gráar buxur, „dú" (gel í toppinn og sleiktur til hliðar), skærar peysur, gallaleggings, gollur, nýji tindastólsgallinn, gulrótarbuxur, hælasokkar, niðurdregnir hlýrarbolir ( bolirnir dregnir niður fyrir peysuna.)

Eins og sjá má er tískan okkar jafn fjölbreytileg og við erum mörg sem er jákvætt því þá fær hver og einn einstaklingur að njóta sín eins og honum líður best.

 

Benjamín Baldursson.


Forvarnadagurinn 2009

Í gær var haldinn hinn árlegi Forvarnadagur 9. bekkjar. Hann snýst um forvarnir gegn öllum vímuefnum t.d. áfengi, reykingum og dópi.

Nemendur gerðu verkefni, þar sem þeir svöruðu spurningum um afleiðingar áfengisneyslu og reykinga á unglingsárunum. Skipt var í 9 hópa þ.e.a.s. 5 - 6 nemendur í hverjum hóp sem svöruðu 3 spurningum. Það var valinn einn hópstjóri sem svo las svör hópsins fyrir allan 9 bekk. Svörin voru svo sett inn á heimasíðu Forvarnadagsins, forvarnadagur.is og sett var í gang netratleikur á heimasíðunni þar sem glæsilegir vinningar eru í boði.

 

Arnar Geir


Nóg að gera á Sauðárkróki

Á Sauðárkróki býðst börnum og unglingum fjölbreytt úrval íþrótta- og tómstundaúrræða eftir skóla. Við ákváðum að taka smá úttekt á þessum úrræðum.

Ef maður sækir í skemmtun og félagsskap þá er tilvalið að fara í Hús Frítímans. Þar er hægt að fara í pool, borðtennis, guitarhero , komast á netið og margt annað. Hús Frítímans er opið fyrir 8-10 bekk á þriðjudögum og föstudögum. Opið er fyrir 4-5 bekk á þriðjudögum klukkan 14:00-17:00 og föstudaga á sama tíma fyrir 6-7 bekk. Yngri krakkar geta sótt í ýmis félög eins og Skátana,Stubbana og Prakkarana. Íþróttaúrval er mikið á Sauðárkróki eins og frjálsar, fótbolti,körfubolti, sund og byrjað verður í handbolta í vetur.

Það er greinilega nóg að gera fyrir alla á Sauðárkróki.

 

Dagur Bjarki Sigurðsson & Halldór Arnarsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband