5.11.2009 | 16:05
Betra er autt rúm…….
Axel Kárason er einn af okkur mönnum í meistaraflokk Tindasatóls í Körfubolta. Axel er sonur Kára umsjónarkennara hjá 8. bekk og Skagfirðingur í húð og hár. Fjölmiðlaval Árskóla tók Axel í netta yfirheyrslu.
1.
1.
1. Hver er maðurinn?Svar: Ég er sonur Kára Maríssonar og Katrínar heitinar Axelsdóttur. Fæddur hér á Króknum árið 1983 og uppalinn um nánast allan fjörð, fyrst að Sólheimum í Blönduhlíð síðar í Varmahlíð og loks hér á Sauðárkróki.2. Við hvað starfar þú?Svar: Ég er starfsmaður hjá Höfuð-verk ehf. og námsmaður hjá dýrlæknaskólanum í Búdapest.Af hverju ákvaðst þú að verða dýralæknir? Svar: Ég er alinn upp á sveitabæ og hef alltaf langað til að verða bóndi. Þegar við fluttum þá langaði mig alltaf að vinna í kringum landbúnað og dýralæknirinn heillaði mig mest.3. Hvað kom til að þú ákvaðst að vera hér í vetur?Svar: Í fyrra var ég að læra út í Búdapest og reyndi að taka tvö fyrstu árin í einu og náði því að stærstu leiti nema á eftir að taka lokapróf 2. árs. Þannig að í vetur er bara að taka þessi próf þannig það skiptir engu máli hvar í heiminum ég er.4. Hvernig finnst þér nýji þjálfarinn?Svar: Ég er mjög ánægður með hann. Ég þekki hann nú frá fornu fari en aldrei spilað undir hans stjórn en hann fer vel af stað. Hann hefur þann kost að tapa aldrei gleðinni5. Heldur þú að Daanish eigi eftir að hjálpa í leik Tindastóls?Svar: Já, það er ekki spurning hann hefur margt sem við höfum ekki. Hann getur hoppað, er sterkur en það er alltaf erfitt að segja til um þegar svona stutt er liðið síðan hann kom.6. Nú var Tindastóll að keppa leik við Breiðablik, hvernig fannst þér leikurinn ganga? Svar: Vörnin var mjög góð sérstaklega þegar við byrjuðum að taka sóknarfráköstin. Við náðum að stoppa þá í þeim enda sást það á stigaskorinu. Miðað við vörnina og hvernig Breiðablik spilaði þá hefði maður viljað sjá fleiri stig á töflunni.7. Þú ert að þjálfa unglingaflokk drengja hvernig finnst þér þeim ganga í upphafið tímabils?Svar: Kannski byrjuðum ekki nógu vel, held kannski að ástæðan að lið úti á landi að taka æfingaleiki og það sást á fyrstu leikjunum að liðinn fyrir sunnan voru ekki að spila sína fyrstu leiki en meðan strákarnir taka framförum í hverjum leik, þá er ég ánægður.8. Nú spilar þú alltaf í fótbolta sokkum, af hverju?Svar: Reyndar eru þetta ekki fótboltasokkar heldur háir körfuboltasokkar. Haustið 2002 þá gaf systir mín mér svona eitt par af háum sokkum og ég prófaði að spila í þeim og hef haldið því sem hjátrú.9. Hefur þú einhverja aðra hjátrú eða hvernig undir býrðu þig undir leik?Svar: Með hjátrú þá reynir maður að gera það sama og maður gerði fyrir síðasta sigurleik en varðandi undirbúning þá passa ég mig alltaf að borða nóg fyrir hvern leik.10. Ertu á lausu? Svar: Já, það verður að viðurkennast. Ég bý hjá pabba, konunni hans og tveimur hundum. Þið vitið það kannski báðir að betra er autt rúm en illa skipað.11. Af hverju ertu þá að leita ? Svar: Ég veit það þegar ég finn það. Arnar Geir, Dagur Bjarki og Helga