Vel heppnað dansmaraþon 10.bekkjar

dansmaraþonÍ síðustu viku fór fram vel heppnað dansmaraþon 10. Bekkjar Árskóla. Dansað var frá 10 að morgni 29. október og til 12 að hádegi þann 30. okt.  Dansað var af mikilli gleði og vöktu þeir allra hörðustu allan tímann. Nemendur 10.bekkja mættu í skólann á venjulegum tíma, en ekki var byrjað maraþonið fyrr en kl. 10. Dansað var í 26 tíma og var hópnum skipt í þrennt þannig að  einn hópur var í hvíld í einu. Dansaðir voru bæði gamlir og nýir dansar og allir skemmtu sér vel.  Byrjað var að dansa í Árskóla en um kvöldið var fjörið fært uppí Íþróttahús og fólk gat komið, fengið sér kvöldmat sem var í boði og dansað með eða bara horft á.  Um tíuleitið var maraþonið svo fært aftur niður í Árskóla. Um nóttina voru margir orðnir þreyttir en ætluðu sér allir að vaka allan tíman.  Á föstudagsmorgun komu svo krakkar í 1-3 bekk og dansaðir voru barnadansar við þá krakka. Í lokin söfnuðust krakkar úr öllum skólanum og töldu niður með 10 bekk þegar maraþoninu var að ljúka.Mín skoðun er sú að dansmaraþonið sé eitthvað sem alls ekki eigi að taka úr skólastarfinu og eitthvað sem allir ættu að fá að upplifa. Ég veit að nemendur í skólanum hafa hlakkað til dansmaraþonsins frá því í 1.bekk. Særós Gunnlaugsdóttir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband