Maritafræðsla-Tékklisti fyrir foreldra

 

Mánudaginn 9.nóv og Miðvikudaginn 11.nóv verður hin árlega maritafræðsla fyrir 7.,9.,10.bekk. Maritafræðsla er fræðsla fyrir unglinga um fíkniefni.

 

Í næstu viku verður hin árlega maritafræðsla í Árskóla. Þar kemur Magnús Stefánsson trymbill sem fræðir okkur um fíkniefni og afleiðingar þeirra.

 

Á heimasíðu Samhjálpar er hægt að finna tékklista fyrir foreldra sem gruna að börnin þeirra noti fíkniefni , Hérna kemur hann.

  • l Breytingar á vinahópnum, nýjir vinir, ósýnilegir vinir.
  • l Neikvæðar breytingar í skóla, skrópar eða fallandi einkunnir.
  • l Meiri leynd yfir því hvað viðkomandi er að gera eða hvað hann / hún er með.
  • l Notkun á ilmefnum t.d. reykelsi til að fela reyk eða lykt af efnum.
  • l Yfirbragð á samtölum við vini breytist þ.e. meiri leynd og notkun á "dulmáli".
  • l Breytingar á smekk fyrir fötum: nýr áhugi á fötum sem t.d. eru með myndum af Cannabis plöntunni
  • l Fær oftar lánaða peninga.
  • l Hlutir tengdir neyslu finnast: Pípur, brenndur álpappír, pappír til að rúlla sígarettur osfv.
  • l Einnig hlutir tengdir sniffi s.s. hárlakk, leiðréttingavökvi, þynnir, terpentína og fl. Tuskur, plast- og pappírspokar eru stundum notaðir sem hjálpartæki.
  • l Glös undan augndropum sem notaðir eru til að laga blóðhlaupin augu, aukin notkun á linsum t.d. tískulinsum.
  • l Byrjað að nota munnskol og mintur til að fela lykt af áfengi.

Lyfseðilskyld lyf hverfa úr meðalaskápnum  s.s. 

 

Halldór Arnarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband