22.10.2009 | 15:48
Tindastóll upp um riðil !
Síðasta laugardag, 17 október, fór 9. flokkur karla á körfuboltamót á Hvammstanga. Þar voru fjögur lið. Liðin voru Kormákur(sem eru heimamenn),Fjölnir,Grindavík og okkar heimamenn frá Sauðárkróki Tindastóll. Á mótinu var mikið barist um að komast upp um riðil. Tindastóll vann alla sína leiki, þó það hafi verið tæpt í úrslitaleiknum á móti Grindavík, þá unnu okkar menn mótið. Tindastóll mun því spila í C-riðli að mánuði liðnum. Dagur Bjarki Sigurðsson.