Skólatískan

Tíska kallast vinsældarbylgja í menningu, hvort sem hún er innan fatnaðar, tónlistar, byggingalistar eða útlits. Hinar ólíku tegundir tvinnast gjarnan saman.

Á göngum Árskóla má sjá fjölbreytta tísku en við tókum saman það sem við teljum vera topp 10 listann í unglingatísku Árskóla.

Reebok skór, gráar buxur, „dú" (gel í toppinn og sleiktur til hliðar), skærar peysur, gallaleggings, gollur, nýji tindastólsgallinn, gulrótarbuxur, hælasokkar, niðurdregnir hlýrarbolir ( bolirnir dregnir niður fyrir peysuna.)

Eins og sjá má er tískan okkar jafn fjölbreytileg og við erum mörg sem er jákvætt því þá fær hver og einn einstaklingur að njóta sín eins og honum líður best.

 

Benjamín Baldursson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband