Forvarnadagurinn 2009

Í gær var haldinn hinn árlegi Forvarnadagur 9. bekkjar. Hann snýst um forvarnir gegn öllum vímuefnum t.d. áfengi, reykingum og dópi.

Nemendur gerðu verkefni, þar sem þeir svöruðu spurningum um afleiðingar áfengisneyslu og reykinga á unglingsárunum. Skipt var í 9 hópa þ.e.a.s. 5 - 6 nemendur í hverjum hóp sem svöruðu 3 spurningum. Það var valinn einn hópstjóri sem svo las svör hópsins fyrir allan 9 bekk. Svörin voru svo sett inn á heimasíðu Forvarnadagsins, forvarnadagur.is og sett var í gang netratleikur á heimasíðunni þar sem glæsilegir vinningar eru í boði.

 

Arnar Geir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband