1.10.2009 | 15:47
Mikilvægt að efla upplýsingar frá skólanum
Í haust var boðið uppá nýtt valfag fyrir 9. og 10. bekkinga í Árskóla, sem kallast fjölmiðlun. Kennari er Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Feykis. Nemendur í þessu valfagi eru 6. Við ákváðum að taka viðtal við Óskar, skólastjóra Árskóla og komast að hugmyndinni á bakvið fjölmiðlun.
1. Af hverju ákvaðst þú að hafa fjölmiðlun í boði sem val?
Af því mér fannst mjög mikilvægt að efla upplýsingar frá skólanum og að nemendur fái að kynnast þessu fagi."
2. Við hverju býstu af krökkunum í fjölmiðlun ?
Ég býst alltaf við hinu besta af nemendum í skólanum og vona að krakkarnir standi sig vel svo þetta fag verði vinsælla á næsta ári."
3. Heldur þú að fjölmiðlun sé komin til að vera ?
Já, ég vona það."
4. Ætlar þú að reyna að fá Guðnýju til að kenna aftur á næsta ári ?
Já, ég ætla að reyna það."
Helga Þórsdóttir & Særós Gunnlaugsdóttir